Sendingarkostnaður
Póstsendingar
Eftir að pöntun hefur verið móttekin fær viðskiptavinur staðfestingu í tölvupósti. Eftir að unnið hefur verið úr pöntun berst annar tölvupóstur með upplýsingum um sendingu og sendinganúmeri. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Athugið að Mathilda áskilur sér rétt til að endurgreiða vöruna. Athugið að á álagstímum má búast við töf á sendingum. Þetta á meðal annars við um stóra útsöludaga.
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við notumst við póstþjónustu Eimskipa sem býður upp á 83 afhendingarstaði um land allt. Af öllum pöntunum dreift af Eimskip gilda afhendingar- ábyrgðar og flutningsskilmálar Eimskipa um afhendingu vörunnar. Lesa má nánar um almenna skilmála Eimskipa hér.
Sendingarkostnaður greiðist af kaupanda .
Heimsending
Veljir þú heimsendingu færðu pöntun þína senda heim að dyrum.
Pakkabox
Veljir þú pakkabox getur þú nálgast pöntun þína í einu af pakkaboxum Eimskipa þegar þér hentar. Þú velur þá staðsetningu sem hentar þér best. Þú færð sendan kóða til að opna boxið.
Sótt á dreifingarstöð Eimskips
Veljir þú dreifingarstöð Eimskips, berst pöntun þín á þá dreifingarstöð sem er næst þínu póstnúmeri. Þú færð SMS þegar pakkinn er tilbúinn til afhendingar.
Vörur eru afgreiddar eins hratt og auðið er eða 1-2 virkum dögum eftir að pöntun berst og er hefðbundinn afhendingatími 2-4 dagar.